Ef ég væri dagmamma...

...myndi ég:
  • hafa á stefnuskrá: tengslauppeldi, frjálsan leik, borða sjálf og náttúra
  • hafa vefmyndavél svo foreldrar gætu fylgst með krílunum sínum úr vinnunni
  • ENGAR skammir, flengingar, hótanir eða refsingar
  • vera með þátttökuaðlögun
  • hafa hvorki sjónvarp né tölvu í þeirra (barnanna) svæði
  • hafa ekkert "ó-ó" á þeirra svæði
  • gera raunhæfar væntingar til tilfinninga þeirra
  • taka blíðlega á skapofsaköstum
  • bera þau í burðarpoka
  • lesa fyrir þau
  • elda hollan og framandi mat fyrir þau
  • syngja með þeim
  • leyfa þeim að leika með hljóðfæri
  • sýna þeim jóga og dans
  • sýna þeim flugur og orma
  • mála þau í framan
  • gera tásu- og handamálverk
  • leyfa þeim að leika með búninga og hatta
  • hafa frekar fá leikföng og skipta þeim út, "rótera"
  • halda áreiti í lágmarki (hávaða og sjónrænu)
  • vera með drullueldhús í garðinum
  • biðja um myndir af fjölskyldum þeirra til að hafa á veggjum
  • bjóða í fjölskyldumorgunmat nokkrum sinnum á ári
  • halda sumarhátíð fyrir fjölskyldur þeirra

Það hlýtur að vera gaman að vera dagforeldri!

Hvað finnst þér að "drauma dagmamma" ætti að gera/hafa?

5 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir! Já og ég er sko aldeilis hlynnt bæði taubleium og útiveru :)

    SvaraEyða
  3. Ég myndi alveg hiklaust velja þig sem dagmömmu fyrir mín börn og meira að segja gæti ég alveg hugsað mér að vinna sem dagmamma eftir þessum sjónarmiðum :)
    Myndi líka vilja uppfæra þennan lista fyrir leikskólann :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir og gaman að heyra!
      Ég hef svo mikla trú á því að skýr (og góð) sjónarmið séu lykilinn að farsæld í öllu starfi.
      Listi fyrir leikskóla er í vinnslu :) Það væri gaman að heyra hugmyndir frá þér um útfærslu fyrir leikskóla.

      Eyða
  4. Vera með listakrók, þar sem fingramálning og matarlitir og trölladeig og vanslitir og allskonar "mediums" eru prófaðir. Stimpla og sprauta og kasta og fá þvílíka útrás fyrir sköpunargleði og forvitni.. :)
    ..og vá hvað þetta drullueldhús er mögnuð hugmynd. Þetta var nú alltaf til í sveitinni í gamla daga, en við fengum ekkert svona hjá dagmömmu eða í leikskóla, sem er synd...

    SvaraEyða