Frekja hefur verið ofarlega í huga mér í dálítinn tíma. Að mínu mati er það alltof algengt að ung börn séu kölluð frek. Að mínu mati geta börn ekki verið frek fyrir þriggja ára aldur. Heili þeirra er ekki fullþroskaður.
Ég ætla að draga upp mynd af atviki sem er ekki sjaldséð í kringum börn á aldri við Esjar, eins árs, og reyna að varpa smá ljósi á tilveru barnanna.
Ég ætla að draga upp mynd af atviki sem er ekki sjaldséð í kringum börn á aldri við Esjar, eins árs, og reyna að varpa smá ljósi á tilveru barnanna.
Fjölskyldan er saman inni í stofu. Barn skríður um og skoðar heiminn. Það er orðið anski klárt í því að standa upp og labba með húsgögnum. Sófaborð eru í fullkominni hæð fyrir barn til að styðja sig við og þar leynist oft margt spennandi! Barnið nær að hífa sig upp með borðinu, labba nokkur skref áður en það nær í það allra flottasta og skemmtilegasta - fjarstýringuna! Afinn fylgist með og er ekki lengi að grípa fjarstýringuna þegar hann sér stefna í að litlir fingur nái að skipta um stöð á sjónvarpinu. Barnið hugsar þá eflaust: "Jæja, afi er nú að horfa á fótboltann, ég get ekkert verið að fikta í fjarstýringunni á meðan. Ég leik mér bara við boltann í staðinn". Ónei, allir sem hafa hitt barn á þessum aldri vita að það er ekki svo. Kannski hugsar það eitthvað meira í þessa átt "Gaaaahh hvað ertu að gera afi!? Veistu ekki hvað mér finnst þetta óóótrúlega spennandi, ég ætlaði að smakka, ýta á takkanna, lemja henni í borðið og láta hana detta á gólfið! Ég var rétt að byrja! AAaaa".
Barnið er í miklu uppnámi yfir þessu og framleiðsla streituhormónsins kortisól hefst.
Barnið bregst við með gráti eða kvarti og grenji.
Barnið bregst við með gráti eða kvarti og grenji.
En hvað gerist næst? Hér eru þrenn dæmi um viðbrögð:
- Afi: "Láttu ekki svona, þú mátt ekki leika með fjarstýringuna. Vertu ekki með þessa frekju, það er nóg af öðru dóti að leika með". Barnið heldur áfram að kvarta og baðar út höndunum í átt að fjarstýringunni. "Nei, þú mátt ekki fá hana... Börn verða nú að læra að leika sér sjálf". Barnið sest niður á gólf í óánægju sinni og heldur áfram að kvarta.
- Fjarstýringin er tekin úr augnsýn. Ekki líkar barninu það betur - þá er engin von að ná henni aftur - grætur hærra. "Allamalla, ekki þessi læti... Allt í lagi þú mátt fá fjarstýringuna aftur". Barnið er alsælt með útkomuna.
- "Æjæj ég skil vel að þú viljir leika með þessa fínu fjarstýringu en hún er ekki í boði. Á afi að labba með þig og sýna þér dálítið annað spennandi? Kannski er amma búin að baka og við megum fá að smakka. Komdu, kíkjum inn í eldhús". Barnið er ánægt að fá að koma í fang afa síns og er spennt að sjá hvað hann ætlar að sýna sér. Fjarstýringin gleymist fljótt og barninu líður betur
Hvernig vilt þú bregðast við barninu þínu?
- Fyrsta barnið kemst ekki í jafnvægi og líklega versnar líðan þess. Það fær enga hjálp frá fullorðnum og framleiðsla streituhormónsins heldur áfram.
- Annað barnið kemst í jafnvægi en fær ekki mikla hjálp frá fullorðnum til þess. Aðeins fjarstýringuna aftur.
- Þriðja barnið kemst í gott jafnvægi með hjálp afa síns og hittir mögulega líka ömmu - þvílíkur bónus!
Eftir það sem ég hef lesið um heilaþroska barna finnst mér mikilvægt að fólk átti sig á því að barn á þessum aldri getur ekki með nokkru móti sett hluti í samhengi, áttað sig á aðstæðum og "róað sig sjálft". Barn þarf annan aðila til að gera það fyrir sig. Hvort sem orsök uppnámsins sé svengd, söknuður, sársauki eða vonbrigði yfir bannaðri fjarstýringu. Fái barn ekki góðan stuðning til að vinna úr erfiðum tilfinningum sínum fyrstu þrjú árin mun það líklega eiga erfitt með að vinna úr erfiðum aðstæðum sem fullorðinn einstaklingur. Heilinn fær ekki nægilegan þroska í að takast á við streitu og vinna úr henni á eðlilegan og rökréttan hátt. Ég mæli með bókinni Why love matters eftir Sue Gerhardt vilji fólk kynna sér heilaþroska barna og áhrif þeirra á fullorðinsárin nánar.
Það er nauðsynlegt að taka mark á "kvarti og grenji" barna því annars læra þau að tjáning þeirra og tilfinningar skipta ekki máli og geta ekki haft áhrif. Aðeins með góðri hjálp frá sínum nánustu við að koma líðan sinni í jafnvægi lærir barnið að takast vel á við hnökra í lífinu. Það er barninu þó heldur ekki gagnlegt að koma í veg fyrir öll vonbrigði enda væri það ógerlegt. Heldur er ekki gott að gefa alltaf eftir, þó svo að þannig forðist maður "erfiðar aðstæður". Barnið lendir þá ekki í því að verða fyrir vonbrigðum og fær ekki tækifæri til að læra að takast á við þau (með hjálp fullorðinna). Barnið verður mögulega á endanum frekt á þann hátt að mjög erfitt verði að róa það án þess að það fái sínu fram.
Hér eru mín markmið og ráðlegging:
- Hafa eins lítið af bönnuðum hlutum og hægt er. Nú erum við að fara að flytja og við ætlum að hafa heimilið okkar eins og leikskóla - ekkert bannað í hæð sem Esjar og vinir hans ná til.
- Ekki banna hluti af ástæðulausu. Börn hafa svo gaman af því að skoða nýja hluti og um að gera að leyfa þeim það! Esjar er hæstánægður ef hann fær að skoða snyrtidót eins og maskara, varasalvadós, bursta... Hann fær samt ekki naglaklippurnar og plokkarann.
- Ekki gefa eftir til að forðast átök. Þú verður að hjálpa barninu að takast á við þau vonbrigði að fá ekki það sem það vill. Dreifðu heldur athyglinni annað eða talaðu/leiktu við barnið.
- Taka alltaf mark á kvarti og kveini, sama hver ástæðan er. Barninu líður illa og þarf þína hjálp til að líða betur. Oft getur smá gæðastund og gott knús gert kraftaverk!
Þú ert snillingur, ég er alveg sammála þér :)
SvaraEyðaTakk fyrir að lesa :)
SvaraEyðaSnillingur, mjög þörf og áhugaverð grein :)
SvaraEyðavá hvað þetta er flott grein :D
SvaraEyðaÞað er búið að sýna samt fram á það að börn sýna frekjukennda hegðun strax frá fæðingu
SvaraEyða