Fyrstu dagana eftir að krílið er komið í heiminn er mikilvægt að hafa hlutina einfalda.
Öll einbeiting á að fara í að kynnast og tengjast barninu. Kúra, strjúka og tala blíðlega til þess. Öll snerting milli foreldra og barnsins eykur vellíðan og öryggi barnsins svo um að gera að vera sem mest hjá því.
Mamman þarf mikla hvíld, athygli og ummönun.
Best er liggja sem mest. Nefnilega, þegar nýbökuð móðir situr eða stendur eykst blóðflæðið niður í nára og veldur miklum þrýstingi á viðkvæmt svæði sem er mjög bólgið eftir fæðinguna.
Eins og það er gott að losna við þyngdina þá er ýmisleg önnur óþægindi sem koma í staðinn. Maginn er mjög laus og var mér hálf óglatt þegar ég stóð/gekk. Mér fannst nauðsynlegt að hafa eitthvað þröngt utan um hann til að styðja við. Ég keypti mér aðhaldsbol í Hagkaup og fór ekki úr honum í nokkrar vikur!
Pabbinn hefur það hlutverk að færa henni vatnsglas (í hvert skipti sem hún gefur barninu að drekka og eftir þörfum), hjálpa henni að koma sér vel fyrir í brjóstagjöfinni (púðar), fylgjast með lyfjum sem hún er að taka (bólgueyðandi og verkjalyf), taka myndir og sjá um máltíðir.
Látið 1944 bjóða ykkur í mat eða kannski geta mamma ykkar eða pabbi eldað mat og komið með til ykkar.
Haldið gestum í algeru lágmarki, helst enga gesti fyrstu 2-3 dagana. Ef gestir koma passið að þeir stoppi ekki lengi. Þetta getur verið erfitt að neita ofurspenntum ættingjum og vinum um heimsókn en mamman er að jafna sig eftir mikið og erfitt ferli og á ekki auðvelt með að sitja eða standa lengi vegna verkja.
Þetta er ykkar stund, hinir mega alveg bíða í nokkra daga. Tilvalið er að (pabbinn) sendi myndir af krílinu til allra nánustu og skilaboð um hvenær velkomið er að hafa samband. Flestir skilja þetta mjög vel en alltaf eru sumir sem átta sig ekki á þessu.
Punktið hjá ykkur spurningar eða vangaveltur fyrir heimaljósmóðurina svo það gleymist ekki. Svo er auðvitað alltaf hægt að hringja upp á kvennadeild.
Kæra móðir, vertu viss um að brjóstagjöfin fari rétt fram. Annars er hætt við því að sár myndist og það er alls ekki þægilegt. Spurðu heimaljósuna eða hafðu samband við brjóstagjafaráðgjafa uppi á landspítala ef þú hefur einhverjar áhyggjur. Hugarfar getur haft mikil áhrif svo bjartsýni og jákvæðni eru góð lykilorð til að hafa í huga!
Lifið í augnablikinu, drekkið í ykkur tilfinningarnar og látið ykkur líða vel með litlu nýju ástinni ykkar.
Öll einbeiting á að fara í að kynnast og tengjast barninu. Kúra, strjúka og tala blíðlega til þess. Öll snerting milli foreldra og barnsins eykur vellíðan og öryggi barnsins svo um að gera að vera sem mest hjá því.
Mamman þarf mikla hvíld, athygli og ummönun.
Best er liggja sem mest. Nefnilega, þegar nýbökuð móðir situr eða stendur eykst blóðflæðið niður í nára og veldur miklum þrýstingi á viðkvæmt svæði sem er mjög bólgið eftir fæðinguna.
Eins og það er gott að losna við þyngdina þá er ýmisleg önnur óþægindi sem koma í staðinn. Maginn er mjög laus og var mér hálf óglatt þegar ég stóð/gekk. Mér fannst nauðsynlegt að hafa eitthvað þröngt utan um hann til að styðja við. Ég keypti mér aðhaldsbol í Hagkaup og fór ekki úr honum í nokkrar vikur!
Pabbinn hefur það hlutverk að færa henni vatnsglas (í hvert skipti sem hún gefur barninu að drekka og eftir þörfum), hjálpa henni að koma sér vel fyrir í brjóstagjöfinni (púðar), fylgjast með lyfjum sem hún er að taka (bólgueyðandi og verkjalyf), taka myndir og sjá um máltíðir.
Látið 1944 bjóða ykkur í mat eða kannski geta mamma ykkar eða pabbi eldað mat og komið með til ykkar.
Haldið gestum í algeru lágmarki, helst enga gesti fyrstu 2-3 dagana. Ef gestir koma passið að þeir stoppi ekki lengi. Þetta getur verið erfitt að neita ofurspenntum ættingjum og vinum um heimsókn en mamman er að jafna sig eftir mikið og erfitt ferli og á ekki auðvelt með að sitja eða standa lengi vegna verkja.
Þetta er ykkar stund, hinir mega alveg bíða í nokkra daga. Tilvalið er að (pabbinn) sendi myndir af krílinu til allra nánustu og skilaboð um hvenær velkomið er að hafa samband. Flestir skilja þetta mjög vel en alltaf eru sumir sem átta sig ekki á þessu.
Punktið hjá ykkur spurningar eða vangaveltur fyrir heimaljósmóðurina svo það gleymist ekki. Svo er auðvitað alltaf hægt að hringja upp á kvennadeild.
Kæra móðir, vertu viss um að brjóstagjöfin fari rétt fram. Annars er hætt við því að sár myndist og það er alls ekki þægilegt. Spurðu heimaljósuna eða hafðu samband við brjóstagjafaráðgjafa uppi á landspítala ef þú hefur einhverjar áhyggjur. Hugarfar getur haft mikil áhrif svo bjartsýni og jákvæðni eru góð lykilorð til að hafa í huga!
Ég og Esjar (eins dags gamall) |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli