Ef ég væri dagmamma...

...myndi ég:
  • hafa á stefnuskrá: tengslauppeldi, frjálsan leik, borða sjálf og náttúra
  • hafa vefmyndavél svo foreldrar gætu fylgst með krílunum sínum úr vinnunni
  • ENGAR skammir, flengingar, hótanir eða refsingar
  • vera með þátttökuaðlögun
  • hafa hvorki sjónvarp né tölvu í þeirra (barnanna) svæði
  • hafa ekkert "ó-ó" á þeirra svæði
  • gera raunhæfar væntingar til tilfinninga þeirra
  • taka blíðlega á skapofsaköstum
  • bera þau í burðarpoka
  • lesa fyrir þau
  • elda hollan og framandi mat fyrir þau
  • syngja með þeim
  • leyfa þeim að leika með hljóðfæri
  • sýna þeim jóga og dans
  • sýna þeim flugur og orma
  • mála þau í framan
  • gera tásu- og handamálverk
  • leyfa þeim að leika með búninga og hatta
  • hafa frekar fá leikföng og skipta þeim út, "rótera"
  • halda áreiti í lágmarki (hávaða og sjónrænu)
  • vera með drullueldhús í garðinum
  • biðja um myndir af fjölskyldum þeirra til að hafa á veggjum
  • bjóða í fjölskyldumorgunmat nokkrum sinnum á ári
  • halda sumarhátíð fyrir fjölskyldur þeirra

Það hlýtur að vera gaman að vera dagforeldri!

Hvað finnst þér að "drauma dagmamma" ætti að gera/hafa?